Kannski fara góðir borðsiðir aldrei úr tísku

Culture Builders Kannski fara góðir borðsiðir aldrei úr tísku kurteisi etiquette
Culture Builders: A Historical Antropology of Middle-Class Life

Kannski fara góðir borðsiðir aldrei úr tísku

Í bókinni Culture Builders: A Historical Antropology of Middle-Class Life sem fjallar um tilurð sænskrar borgarastéttar á nítjándu öld, heldur Orvar Löfgren því fram að kunnátta á borðsiðum hafi veitt þeim sem þá þekktu visst öryggi. Fólk vissi hvaða gaffal skyldi nota í hvaða rétt, hvernig ætti að skála og hvernig ætti yfir höfuð að haga sér rétt við matarborðið. „Við matarborðið sást hverjir kunnu sig og hverjir ekki, hverjir komu úr góðum fjölskyldum og höfðu hlotið mannsæmandi uppeldi og hverjir ekki.” Þrátt fyrir að um sé að ræða mannasiði sænskrar millistéttar fyrir meira en öld síðan, þá er ekki laust við að það örli á þessum hugsunarhætti enn í dag.  Kannski fara góðir borðsiðir aldrei úr tísku.

BORÐSIÐIR/KURTEISI GÖMUL RÁÐSVÍÞJÓÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti. Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur...)

Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Fiskisúpa - bragðmikil og ljúf. Matarmiklar súpur eru dásamlega góðar. Í súpuna má nota hvaða eftirlætis fisktegundir sem. Súpuna bjó ég til með nokkrum fyrirvara, lét hana standa í á þriðja klukkutíma, hitaði svo upp og setti fiskinn saman við.