Góðir alvöru bökunardropar

Góðir alvöru bökunardropar lífrænir

Góðir alvöru bökunardropar. Loksins fann ég góða alvöru lífræna bökunardropa. Mig langaði bara að deila þessu með ykkur. Þeir fást m.a. í Heilsuhúsunum, Lifandi markaði, hjá Bændum í bænum, Fjallkonunni á Selfossi, í Matarbúri Kaju og Fræinu í Fjarðakaup. Njótið

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Prag

Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.

Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds.  Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.

Spínatlasagna

 

Spínatlasagna. Spínat er bæði ríkt af andoxunarefnum og næringarefnum. Auk þess er það fitulaust. Í hugum flestra tengist múskat bakstri, en það er líka gott í annan mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af hvítlauk og nota gjarnan meira af honum en er í uppskriftum, þið metið sjálf hversu mikið af honum þið viljið hafa. Það er gott að setja hvítlauks- eða chiliolíu yfir þegar áður en formið er sett á borðið.