Kaffið er hrein og bein munaðarvara

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916 Kaffið er hrein og bein munaðarvara jóninna sigurðardóttir
Kaffið er hrein og bein munaðarvara segir Jóninna Sigurðar

Kaffið er hrein og bein munaðarvara

En svo er eitt, sem vert er að spara, og það er kaffi. Kaffið er hrein og bein munaðarvara, því að í því er engin næring. Víða hér á landi er sá ávani kominn á, að stöðugt er verið að sulla í sig kaffi, bæði með máltíðum og milli þeirra. Það munu eigi miklar ýkjur, að á fjölda mörgum heimilum sé kaffið borið fram þrisvar til fórum sinnum á dag. Þessi óþarfi þarf að leggjast niður, því að of mikil kaffidrykkja veiklar tógarnar og meltingarfærin. Og allir vel viti bornir menn eiga þar að auki að sjá sóma sinn í því að kasta ekki peningum sínum á glæ.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

🇮🇸

kaffi
Ríó kaffi

🇮🇸

JÓNINNA SIGURÐAR KAFFIDÚKAR — ÍSLENSKT  — LAMB — GÖMUL HÚSRÁР— HELGA SIGURÐAR —

KAFFI, MUNAÐARVARA

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave