Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

Hnífur og gaffall hnífapör haldið á hnífapörum Hvernig á að halda á þeim? Borðsiðir mannasiðir kurteisi etiquette Hnífapör haldið á halda fallega hnífapörum
Haldið fallega á hnífapörum

Hnífur og gaffall

Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri – hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn – munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Vörumst að vera með hnífapörin í höndunum ef við notum hendurnar til að leggja áherslu á orð okkar. Það er óþægilegt að sjá fólk sveifla hnífnum eins og skylmingakappi.

🍴

BORÐSIÐIRHNÍFAPÖR

🍴

Hnífapör gaffall og hnífur saman í lok máltíðar
Við leggjum hníf og gaffal saman eftir að búið er að borða. Ef diskurinn er klukka vísa sköftin t.d. á rúmlega kl. 4. Ef maki ykkar, börn eða aðrir nákomnir draga gaffalinn eftir tönnunum þarf að benda fólki á það (samt ekki í matarboðinu), það getur farið fínustu taugar fólks að heyra bitið í gaffalinn. Svo stingum við aldrei hníf upp í okkur – aldrei.

Hnífapör

🍴

BORÐSIÐIRHNÍFAPÖR

🍴

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.