
Apríkósuchutney
Með ostum og kexi er ágætt að hafa apríkósuchutney í staðinn fyrir vínber – eða hafa vinberin líka. Chutneyið er kjörið með kjötréttum og indverskum mat.
— CHUTNEY — APRÍKÓSUR — INDLAND —
.

Apríkósuchutney
2 b apríkósur, saxaðar smátt
1 tsk garam masala
1/3 – 1/2 b púðursykur
2-3 msk edik
1 msk rifið engifer
1 tsk salt
1/2 b rúsínur
2 b vatn
Setjið allt í pott og látið sjóða í um 35 mín. Setjið í hreinar krukkur og lokið strax.
— CHUTNEY — APRÍKÓSUR — INDLAND —
.