Borðsiðir Helgu Sigurðardóttur

 

Borðsiðir Helgu Sigurðardóttur matur og drykkur Etiquette helga sig helgasigurðardóttir
Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur

Borðsiðir Helgu Sigurðardóttur

Í hinni ágætu bók Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur, sem kom fyrst út árið 1947 og hefur verið endurútgefin margoft síðan, er kafli um borðsiði. Sumt sem þar er ritað er enn í góðu gildi.

HELGA SIGURÐARHNÍFAPÖR — BORÐSIÐIR/KURTEISIÍSLENSKT

.

  • Komið ætíð hrein og snyrtilega klædd til máltíða. Mætið stundvíslega
  • Sitjið rétt, hæfilega langt frá borðinu og hafið fæturna við stólinn. Leggið handleggina ekki á borðið. Takið ekki of mikið í einu af fatinu og ekki eingöngu það, sem ykkur þykir gott, eða bestu bitana. Skiljið ekki eftir.
  • Jafnvel þó að yður falli ekki sá réttur, sem fram er borinn, eða þér þekkið hann ekki, þá takið af honum og borðið. Það er ekki háttvísi að setja, að yður langi ekki í þetta.
  • Matist eins hljóðlega og hægt er og tyggið með lokuðum munni. Sötrið ekki.
  • Súpan er borðuð úr hlið skeiðarinnar, en grauturinn úr henni beinni. Ekki má blása á matinn til þess að kæla hann og ekki taka diskinn upp með hendinni. Haldið ekki of neðarlega á skeið, hníf eða gaffli.
  • Látið hnífinn aldrei upp í yður, borðið með gafflinum.
  • Talið ekki með mat upp í yður. Teygið yður ekki yfir borðið eða sessunaut yðar, biðjið heldur um að rétta yður það, sem þér óskið eftir.
  • Sérhver verður að gefa því gætur, að sessunaut hans skorti ekkert, og sérstaka athygli verður að viðhafa, þegar gestir eru.
  • Það er ekki kurteisi að stanga úr tönnum, þegar aðrir sjá til.
  • Ekki er háttvísi að lesa við borðið.

HELGA SIGURÐARHNÍFAPÖR — BORÐSIÐIR/KURTEISIÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.

Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Fíflasíróp

Fíflasíróp. Hættum nú í eitt skipti fyrir öll að agnúast út í fíflana, þeir eru harðgerðir og ekkert vinnur á þeim. Sættist við fallega túnfífla og nýtið þá.

Fyrri færsla
Næsta færsla