Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör 🙂 Þetta munu vera einu lífrænu matarlitirnir á markaðnum hér: gulur litur búin til úr túrmerik, bleikur úr rauðrófum og grænn úr þörungum. Liturinn fæst í Lifandi markaði, hjá Bændur í bænum, Fræinu og í Matarbúri Kaju.

Lemon Curd – sítrónusmjör

4 stór egg

1 1/3 bollar sykur

1 bolli ferskur sítrónusafi

175 g smjör

1 msk rifinn sítrónubörkur

1/2 tsk salt

gulur lífrænn matarlitur

Þeytið vel saman í hrærivél egg og sykur. Bræðið smjör í potti, hellið eggjahrærunni saman við og loks sítrónusafa, berki, salti og matarlit. Sjóðið við lágan hita, þeytið stanslaust í 10 mínútur. Hellið strax í gegnum fínt sigti í skál, kælið og setjið á krukkur með loki – skrúfið lokið strax á.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðrófumauk

rauðrófumauk

Rauðrófumauk. Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.