Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan halldóra
Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timian

Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Eplaréttur með beikoni og timian

3 matarepli td. jonagold

2 vænir laukar

4 msk. ólífuolía

50 g smjör

1 msk timian

svartur pipar

250 g beikon

Skerið epli og lauk í teninga látið malla við hægan hita í olíunni þar til laukurinn er orðin glær og eplin mjúk

Skerið beikon smátt harðsteikið og látið fituna síga vel af. Blandið saman við eplin rétt áður en borið er fram gott meðlæti með eggjaköku eða sem sjálfstæður réttur

Eplaréttur með beikoni og timjan helga hermannsdóttir halldóra eigíksdóttir

Halldóra systir mín bauð í „smá morgunverð” á dögunum. Hér er hún ásamt Helgu dóttur sinni

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta IMG_2052

Pílagrímaterta. Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum - hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl - þökk sé öllum möndlunm í henni." Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál

Marengsskál með karamellusósu. Þegar Gúddý býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út... Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er.... ja... gaman að vera til :)

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Draumaterta. Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð - allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns.

Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífsstílskaffi, fyrirlestur í Gerðubergi í kvöld kl 20. Af heimasíðu Gerðubergs:  „Matseld, veislur, borðsiðir og kurteisi eru Albert Eiríkssyni hugleikin, en hann er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir. Á lífsstílskaffi marsmánaðar segir Albert frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður farið yfir undirbúning og skipulagningu á veislum og nokkra helstu borðsiðina.

Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins,alberteldar.com. Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik."