Hafrakex Ingveldar G
Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.
— HAFRAKEX — INGVELDUR G. — LISTAHÁSKÓLINN —
.
„Já hafrakexið er í miklu uppahaldi hjá öllum þeim sem lagt sér hafa sér það til munns. Og svo þegar ég tók við eldhúsinu i LHI og fór að gera tilraunir af ýmsum toga, langaði mig til þess að hafa fleiri kextegundir en eina. Þegar ég rakst svo á mjög ódýrt og gott súkkulaðimusli ákvað ég að þróa hafrakexuppskriftina og var nokkuð sátt i annarri tilraun, sem er sú sem er hér” segir Ingveldur hin hláturmilda
Hafrakex Ingveldar G.
440 g hveiti
200 g sykur (magn fer eftir því hversu sætt maður vill hafa kexið. Þó aldrei meira en 300 g.)
240 g haframjöl
360 g smjör
1 kúfull + ½ tsk. lyftiduft
1 ½ tsk. matarsódi
2 egg
Blandið öllu saman, hnoðið, fletjið út og mótið kökur eftir smekk. Bakið við 180°C í miðjum ofni í ca. 12 mínútur.
— HAFRAKEX — INGVELDUR G. — LISTAHÁSKÓLINN —
.