Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01720
Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G

Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.

HAFRAKEX INGVELDUR G. — LISTAHÁSKÓLINN

.

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750
Ingveldur G. Ólafsdóttir

„Já hafrakexið er í miklu uppahaldi hjá öllum þeim sem lagt sér hafa sér það til munns. Og svo þegar ég tók við eldhúsinu i LHI og fór að gera tilraunir af ýmsum toga, langaði mig til þess að hafa fleiri kextegundir en eina. Þegar ég rakst svo á mjög ódýrt og gott súkkulaðimusli ákvað ég að þróa hafrakexuppskriftina og var nokkuð sátt i annarri tilraun, sem er sú sem er hér” segir Ingveldur hin hláturmilda

Hafrakex Ingveldar G.

440 g hveiti

200 g sykur (magn fer eftir því hversu sætt maður vill hafa kexið. Þó aldrei meira en 300 g.)

240 g haframjöl

360 g smjör

1 kúfull + ½ tsk. lyftiduft

1 ½ tsk. matarsódi

2 egg

Blandið öllu saman, hnoðið, fletjið út og mótið kökur eftir smekk. Bakið við 180°C í miðjum ofni í ca. 12 mínútur.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01727
Hafrakex

 

HAFRAKEX INGVELDUR G. — LISTAHÁSKÓLINN

— HAFRAKEX INGVELDAR G —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla