Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01720
Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G

Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.

HAFRAKEX INGVELDUR G. — LISTAHÁSKÓLINN

.

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750
Ingveldur G. Ólafsdóttir

„Já hafrakexið er í miklu uppahaldi hjá öllum þeim sem lagt sér hafa sér það til munns. Og svo þegar ég tók við eldhúsinu i LHI og fór að gera tilraunir af ýmsum toga, langaði mig til þess að hafa fleiri kextegundir en eina. Þegar ég rakst svo á mjög ódýrt og gott súkkulaðimusli ákvað ég að þróa hafrakexuppskriftina og var nokkuð sátt i annarri tilraun, sem er sú sem er hér” segir Ingveldur hin hláturmilda

Hafrakex Ingveldar G.

440 g hveiti

200 g sykur (magn fer eftir því hversu sætt maður vill hafa kexið. Þó aldrei meira en 300 g.)

240 g haframjöl

360 g smjör

1 kúfull + ½ tsk. lyftiduft

1 ½ tsk. matarsódi

2 egg

Blandið öllu saman, hnoðið, fletjið út og mótið kökur eftir smekk. Bakið við 180°C í miðjum ofni í ca. 12 mínútur.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01727
Hafrakex

 

HAFRAKEX INGVELDUR G. — LISTAHÁSKÓLINN

— HAFRAKEX INGVELDAR G —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín. Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu.

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

 

 

 

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo:

Hlaðborð – hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki

Hlaðborð

Hlaðborð - hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki. Kosturinn við að fara á hlaðborð er að þá getum við bragðað á fjölmörgum tegundum, mat sem við mundum kannski annars ekki smakka á. Ekki er girnilegt að blanda öllu saman sem er á hlaðborðinu á diskinn og setja svo vel af sósu yfir…

Fyrri færsla
Næsta færsla