Ítölsk brauðterta

ÍTALÍA ítalskur matur Ítölsk brauðterta - kjartan valdimarsson valdemarsson píanóleikari skinka tómatar brauðtertubrauð ólífur
Ítölsk brauðterta

Ítölsk brauðterta

Það var heldur betur veisla í síðasta föstudagskaffi vetrarins. Kjartan Valdemarsson sló í gegn sem aldrei fyrr með ítalskri brauðtertu. Ætli megi ekki segja að hún hafi runnið út eins og heitar lummur. Hann kom með tvær, önnur var með hvítu brauði en hin grófu. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur aðeins öðruvísi, sæmilega þykkar skonsur og á þær settar salat og síðan skreytt. Vonandi eru einhverjir sem viðhalda svoleiðis brauðtertum.

.

KJARTAN VALDBRAUÐTERTURFÖSTUDAGSKAFFIÍTALÍA

.

Ítölsk brauðterta - pestó mascarpone
Ítölsk brauðterta

Ítölsk brauðterta

Fimm brauðtertubrauðsneiðar (fínar eða grófar)

Fylling A

30 g basilika, blöðin söxuð smátt (nokkur blöð geymd fyrir skreytingu)
1 ds sacla bruschettina
250 g Mascarpone ostur
ca 1/2 dós 18% sýrður rjómi
salt og pipar

Setjið allt í skál og blandið saman

Fylling B

1/2 ds Sacla Fiery Chilli Pesto
1 Stóri Dímon ostur (250 g), maukaður
1 dós 18% sýrður rjómi
salt og pipar

setjið allt saman og blandið saman

1 agúrka skorin í sneiðar

1 paprika skornar í bita

Kakan sett saman: Skerið skorpuna af brauðinu. Setjið eina brauðlengju á disk, smyrjið ofan á fyllingu A og gúrku þar ofan á. Setjið næstu brauðlengju á og smyrjið með fyllingu B og papriku ofan á.  Næsta lag + gúrka. Endurtakið

Ofan á:

1 dós sýrður rjómi 36%
ca 8 sneiðar parmaskinka
12 – 14 kirsuberjatómatar
ca 15-20 svartar ólífur
fersk basilika blöð til skrauts
tíu ristaðar pekanhnetur

Smyrjið sýrða rjómanum á tertuna, bæði á hliðarnar og ofan á. Skreytið með skinku, tómötum, ólífum, basilíku og pekanhnetum.

Einnig fallegt að skreyta brauðtertuna með t.d. klettasalati. Stráið pekan hnetum yfir.

Uppskriftin birtist á eldhússögum.com en er hér nokkuð breytt í meðförum Kjartans.

Ítölsk brauðterta -
Hátíðarútgáfa föstudagskaffisins

.

KJARTAN VALDBRAUÐTERTURFÖSTUDAGSKAFFIÍTALÍA

— ÍTÖLSK BRAUÐTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Að bóna gólf

Heimilisalmanak IMG_1288

Að bóna gólf. Nægilegt er að bóna gólfið tvisvar til þrisvar í viku. Fyrst er gólfið sópað, því næst er borið á það með þunnum línklút, síðan nuddað með bónkúst, þar til það er gljáandi eða með ullarklút, sem látinn er undir gólfkúst. Við gólflistana og kringum fætur á húsgögnum verður að nudda með höndunum