Auglýsing

kvenfélagskonur í Flóanum kvenfélag Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps Hin eina sanna Hjónabandssæla Berglind

Hin eina sanna Hjónabandssæla

Berglind kom með uppskrift að þessari dásamlegu hjónabandssælu sem hún er búin að þróa í gegnum tíðina í kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. „Hana má gera á marga vegu og hún er aldrei eins hjá mèr þegar ég baka hana því ég leik mér ađ því ađ breyta til. Stundum vil ég hafa hana ađeins „hollari” og stundum ekki. Njótið.” Kveðja frá Berglindi

HJÓNABANDSSÆLUR — HAFRAMJÖLRABARBARASULTA

.

Hin eina sanna Hjónabandssæla

200 g haframjöl

200 g hveiti (venjulegt/spelt)

200 g púðursykur/hrá

sykur

1 tsk natron

* Blandađ saman ì skál

1 (hamingjusamt) egg 😊

225 g lint/hart smjör/Ljóma

Blandið þurrefnunum saman og bætið eggi og smjöri út í. Hrærið í hrærivél þangađ til deigiđ er orđiđ vel blandađ og þètt.

Veljiđ svo fallegt form og þrýstiđ deiginu ofan í. Smekksatriði ađ hafa kant allan hringinn. Geymið smá deig til ađ dreifa yfir á eftir.

150 g Rabarbarasulta (best sù heimagerða) smurð yfir botninn. Ég hef alltaf allvel af henni. Dreifið svo afganginum af deiginu yfir sultuna.
Bakið við 175°C í 45 mín. Verði ykkur ađ góđu

HJÓNABANDSSÆLUUPPSKRIFTIR

.

.

HJÓNABANDSSÆLUR — HAFRAMJÖLRABARBARASULTA

— HIN EINA SANNA HJÓNABANDSSÆLA —

Auglýsing