Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Matarboð, Beta Reynis, næringarfræðingur, Sæt kartöflumús kjörís ísterta Elísabet Reynisdóttir, Hveragerði
Elísabet Reynisdóttir

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis. Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari – það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð.”
Að þessu sinni var boðið hjá þeim til heiðurs vinkonu þeirra Paolu Pittelli og dóttur hennar Margheritu. Þær eru frá Ítalíu bænum Limone sem er skíðabær rétt við landamæri Frakklands. Hópurinn í þessu matarboði hefur verið svo heppin að heimsækja Pizzastaðinn hennar Paolu og eiginmanns hennar. Soffía og Denni eiga íbúð í litlu fjallaþorpi í Frakklandi og fer með okkur vinina yfir til Limone til að skíða og borða bestu Pizzu í heimi.

ELÍSABET REYNISHVERAGERÐI

Í boðinu voru þau hjónin Sigrún Kristjánsdóttir og Valdimar Hafsteinsson og mættu þau með eftirrétt sem var sérútbúna ísterta frá Kjörís með pizzu-marsipani ofaná. Garða Briem og Elín Magnúsdóttir og bróðir Soffíu, Kristján Theodórsson og Pála Árnadóttir, Kristján gerði stemninguna enn betri er hann settist við flygilinn og spilaði flotta dinnertónlist. Síðan var hjálparkona Betu og vinkona Sigríður Guðný Sigurðardóttir og svo dóttir Soffíu, Sólveig Þrastardóttir.
Einstaklega skemmtileg veisla og þessi fiskréttur heppnaðist mjög vel.

#2017Gestabloggari40/52KJÖRÍS

Þorskhnakkar með stökku brauðraspi með lime hollendaiesósu, sætkartöflumús og grænmeti.

Lime hollandaisesósa

4 eggjarauður

150 g ósaltað smjör

1-2 msk vatn

safi úr tveimur lime + börkur

salt eftir smekk

Bræðið smjörið og látið standa í könnu
Eggjarauður settar í skál í gufubað og hrært í þar til volgt.
Eggjablandan sett í hræruvél og hrærð vel saman, þegar þykknar þá er smjörinu bætt útí í bunu hægt og rólega.
Þynnt með vatni og lime safa í lokin.
Saltað og limebörkur settur út í
Geymt í könnu meðan annað er undirbúið.

Sæt kartöflumús

2 stk bökunarkartöflur

2 stk sætar kartöflur

2-4 msk Parmesan ostur

salt og pipar

2 msk rjómi

3 msk smjör

Sjóðið bökunarkartöflurnar í klukkutíma og bakið sætu inní ofn heilar með hýði í klukkutíma.
Skerið í tvennt og setjið án hýðis í hrærivélaskál og hrærið með ostinum, rjómanum, smjörinu og saltinu og pipar eftir smekk.
Mæli með að hafa stöppuna grófa en það fer eftir smekk hvers og eins.

Grænmeti

½ rófa

½ rauðrófa (má sleppa)

4 stk gulrætur

4 stk brokkólí blóm

Skerið rófurnar í teninga
Skerið gulræturnar endilangar (fallegt að hafa þær heilar en búið að þynna
Skerið brokkólí eftir smekk – ef stór blóm þá minnkuð –
Sjóðið rófurna og gulræturnar í 30 min. og setjið brokkólíblómin útí síðustu 10 min.
Sigtið og setjið í eldfast form og olíu og salt yfir (mjög gott að vera búið að gera þetta löngu áður og eiga bara eftir að skella í ofnin).

Pestósósa Sett í brauðraspið og sem skraut og bragðaukandi á diskinn.

Fersk basilika eftir smekk

kóríander eftir smekk

klettasalat

ólífuolía

salt

Furuhnetur

Parmesan ostur

volgt vatn (lítið magn)

Allt sett í blandara og hrært saman ásamt volgu vatni og olíu þar til það er orðið gott mauk. Galdurinn við þetta pestó er að hræra lengi, þegar blandan hitnar þá blandast hún betur saman.

Brauðrasp

6 msk brauðrasp

6 msk pestósósan

olía

salt og pipar

Hrærið öllu saman þar til brauðraspið er orðið blautt.

Þorskhnakkar

4 stk. raðað á bökunar pappír á ofnplötu

1 -2 msk brauðraspinu sett ofaná hvert stykki

Setjið í ofn í 10-15 min. 180°C
Brauðstangir til skrauts og til að hafa með

Hvítlauksolía

1 stk heill hvítlaukur (fást heilir þ.e.a.s. ekki í geirum)

1 dl olía

Hrærið öllu saman í matvinnsluvél

4 stk Tortillukökur

Tortillakökurnar eru skornar í strimla og raðað á bökunarpappír og penslað með hvítlauksolíunni og salt stráð yfir.
Bakað við 180°C í nokkrar mínútur (fylgjast vel með ) þegar dökkar þá tilbúnar (sirka 5 min)
Þessar hvítlauksstrimla má útbúa áður og eiga (þess vegna deginum fyrr) en ég lofa að ef þær eru á glámbekk þá klárast þær.

Hjónin Sigrún Kristjánsdóttir og Valdimar Hafsteinsson og mættu þau með eftirrétt sem var sérútbúna ísterta frá Kjörís með pizzu-marsipani ofaná.

Myndir: Eydís og fleiri

ELÍSABET REYNISHVERAGERÐI#2017Gestabloggari40/52KJÖRÍS

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.