Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf
Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.
-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916
🇮🇸
🇮🇸
— JÓNINNA SIGURÐAR — DÚKAR — ÍSLENSKT — LAMB — GÖMUL HÚSRÁÐ — HELGA SIGURÐAR —
— HVÍTIR DÚKAR OG ÝMIS MIÐUR HREINLEG STÖRF —
🇮🇸