Klæðnaður í boðum
Stundum er fólk beðið að vera klætt á ákveðinn hátt í veislum, oft nefnt dress code. Ef ekkert er tekið fram er þetta oftast frekar frjálst enda teljum við okkur frjálsleg, við klæðumst fallegum fötum sem okkur líður vel í. Komi hins vegar boð frá forsetanum, sendiherrum eða öðrum slíkum þá förum í við sparifötin og setjum á okkur hálstau piltar. Ef ykkur konur er t.d. boðið í veislu með Margréti Danadrottningu (við búum við hliðina á danska sendiráðinu og sjáum drottninguna stundum út um gluggann) þá erum við að tala um síð pils, draktir eða kjóla – og það sem svo oft gleymist; farið í hárgreiðslu eða takið hárið upp. Karlmenn þurfa að sjálfsögðu líka að kemba hár sitt vel.
— BORÐSIÐIR — VINKVENNAKAFFI — KAFFIBOÐ —
.
Í giftingarveislur förum við í okkar fínasta. Það er ekki talið æskilegt að konur klæðist svörtu við brúðkaup, svartur er jú sorgarlitur. Ef brúðurin er hvítklædd forðast konur að mæta hvítklæddar, þær mega ekki draga athyglina frá brúðinni
Síðan munum við að pússa skóna okkar og dömur passið að taka penu veskin ykkar með í veislurnar. Ekki þessi stóru því þjónarnir reka tærnar endalaust í þau 😉
Sé boðið til hirðar er nánast undantekningalaust kveðið á um klæðnað, á Bessastöðum er árlega haldin kjólfataveisla (kjólföt og síðir kjólar). Erlendis oft mjög nákvæmlega sagt til um klæðnað t.d morning suit, White tie, Lounge Suit, tuxedo, hunting suit.
Síðsumar ár hvert held ég kvennakaffiboð eins konar framlenging á sumrinu. Konurnar eru beðnar að koma sumarlega klæddar. Meðfylgjandi myndir eru úr slíku boði.
–
— BORÐSIÐIR — VINKVENNAKAFFI — KAFFIBOÐ —
—