Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula á Dalvík menningarhúsið berg gréta júlli júll júlíus júlíusson
Albert, Gréta, Júlíus, Bergþór og Páll

Þula, café – bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ. Við snæddum hjá Grétu og Júlla á dögunum og maturinn er satt best að segja alveg meiriháttar. Fengum ofnbakaðan saltfisk og döðluheilsubita á eftir. Veitingastaðurinn er bjartur með stórum gluggum. Inn af honum er tónleikasalur. Þar er sérstaklega góður hljómburður og afar góður flygill.

Við fengum að borða ofnbakaðan saltfisk með salsasósu og döðlustykki með kaffinu á eftir.

IMG_4277
Léttsaltaðir þorkshnakkar, salsasósa, lífrænar ólífur, rjómaostur og rifinn parmesan ostur, raðað í þessari röð í eldfast mót og í 200 gráðu heitan ofn í 15 – 20 mín.
IMG_4283
Döðlustykki
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.