Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur - smákökudeig í lengjum jólagöndull bergþór göndull grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum skírt smjör hvernig á að skíra smjör
Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Það getur verið þægilegt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudeig í ísskápnum. Með stuttum fyrirvara er hægt að skera þær niður, setja á plötu og baka.  Smjörkökur eru stökkar, einfaldar og bragðgóðar. Bessastaðakökurnar góðu eru byggðar á sömu grunnuppskrift, að vísu er notað í þær „skírt smjör“, flórsykur (sem gerir þær mýkri) og upphaflega uppskriftin mun vera eggjalaus.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

.

Það sem við köllum jólasmákökugöndla og styttum stundum í jólagöndla. Þrjár lengjurnar frá vinstri eru smjördegislengur, síðan pipartökulengja og loks haframjölsdeig.

Grunnuppskriftin er hér að neðan og þar fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir hvað hægt er að hafa ofan á:

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

250 g smjör (þær verða betri og renna síður út ef smjörið er skírt(sjá neðst))

250 g sykur

250 g hveiti

1/2 tsk salt

1 egg.

Hnoðið saman, útbúið lengjur, vefjið í filmu og geymið í ísskáp.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

.

Fremst er bláberjasulta og hvítt súkkulaði, vinstra megin við hana er marsipan, þar fyrir ofan möndlur og grófur sykur, aftur bláberjasulta og t.h. apríkósusulta og hvítt súkkulaði.

Skerið lengjurnar í sneiðar, leggið á bökunarpappír. Þrýstið holu í kökurnar með fingurbjörg og setjið þar í fyllingu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

-Hvítt eða dökkt súkkulaði (ykkar uppáhaldssúkkulaðið)

-Apríkósusulta (og súkkulaði)

-Bláberjasulta (og súkkulaði)

-Heilar möndlur

-Saxaðar möndlur og grófur sykur (Bessastaðakökur)

-Grófur sykur

-Pekanhnetur, saxaðar

-Marsipan

Bakið við 180°C í 10 mín.

Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.

*Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

— SMJÖRKÖKUR, GRUNNUPPSKRIFT AÐ MÖRGUM GÓÐUM SMÁKÖKUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben. Við Brimnesfjölskyldan förum stundum saman dagstúra. Þeir enda alltaf eins, við biðjum einhvern að bjóða okkur í kaffi (eða bjóðum okkur í kaffi). Ferðirnar heita ýmist vorferð, sumarferð, haustferð eða vetrarferð. Vorferðin núna var um Suðurnesin í einstaklega fallegu veðri. Tvær elstu systur mínar eru leiðsögukonur og það bunaðist upp úr þeim fróðleikurinn alla leiðina. Við enduðum svo í kaffi hjá Stínu Ben og dætrum hennar. Það er nú ekki komið að tómum kofanum þar.