Daginn eftir vel heppnað (matar)boð
Það er auðvitað engin skylda að hafa samband við gestgjafana daginn eftir vel heppnað matarboð en það er ljúft og þakklátt fyrir gestgjafann að heyra frá ánægðum gestum sínum. Þetta getur verið í formi símtals, sms eða einkaskilaboða á netinu. Það er frekar ópersónulegt að setja inn opna færslu á Fasbókinni og tilkynna þar þakklæti sitt. Ef við erum ánægð þá látum við það í ljós.
Það þekkist meðal heldra fólks í Evrópu að senda handskrifað kort og þakka fyrir sig, jafnvel með litlum blómvendi eða konfektkassa.
— MATARBOÐ — BORÐSIÐIR — FASBÓK —
.
.
— MATARBOÐ — BORÐSIÐIR — FASBÓK —
.