Daginn eftir vel heppnað (matar)boð

Daginn eftir vel heppnað (matar)boð blóm sms skilaboð þakkarkort símtal borðsiðir etiquette
Blóm á matarborði er fínasta hugmynd

Daginn eftir vel heppnað (matar)boð

Það er auðvitað engin skylda að hafa samband við gestgjafana daginn eftir vel heppnað matarboð en það er ljúft og þakklátt fyrir gestgjafann að heyra frá ánægðum gestum sínum. Þetta getur verið í formi símtals, sms eða einkaskilaboða á netinu. Það er frekar ópersónulegt að setja inn opna færslu á Fasbókinni og tilkynna þar þakklæti sitt. Ef við erum ánægð þá látum við það í ljós.

Það þekkist meðal heldra fólks í Evrópu að senda handskrifað kort og þakka fyrir sig, jafnvel með litlum blómvendi eða konfektkassa.

MATARBOÐBORÐSIÐIRFASBÓK

.

.

MATARBOÐBORÐSIÐIRFASBÓK

— DAGINN EFTIR MATARBOÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klæðnaður í boðum

Dress code - IMG_1713Dress code - IMG_1711

Klæðnaður í boðum. Stundum er fólk beðið að vera klætt á ákveðinn hátt í veislum, oft nefnt dress code. Ef ekkert er tekið fram er þetta oftast frekar frjálst enda teljum við okkur frjálsleg. Komi hins vegar boð frá forsetanum, sendiherrum eða öðrum slíkum þá förum í við sparifötin og setjum á okkur hálstau piltar. Ef ykkur konur er t.d. boðið í veislu með Margréti Danadrottningu (við búum við hliðina á danska sendiráðinu og sjáum drottninguna stundum út um gluggann) þá erum við að tala um síð pils, draktir eða kjóla - og það sem svo oft gleymist; farið í hárgreiðslu eða takið hárið upp. Karlmenn þurfa að sjálfsögðu líka að kemba hár sitt vel.

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.

Sumarsalat

Sumarsalat

Sumarsalat. Nú eru komnir safamiklir tómatar í búðir, þá er upplagt að nota í sumarsalöt. Salat eins og þetta getur auðveldlega staðið sem sér réttur. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast í sumarfötin.... Uppistaðan í þessu salati eru tómatar, rauðlaukur, maísbaunir(sem pabbi kallar hænsnafóður), paprika og ferskt kóriander.