Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg marengs Rice Crispies jarðarber bláber rjómi sigurbjörg hilmarsdóttir Fáskrúðsfjörður grunnskóli fáskrúðsfjarðar árgangur 1966 Sibba hilmars
Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana…. Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana.

MARENGSRice CrispiesRÚLLUTERTUR

.

Marengsrúlla snickers súkkulaði rice krispies
Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla

4 eggjahvítur (stórar)
3 dl púðursykur
hjartarsalt á hnífsoddi
1 1/2 bolli Rice Crispies

Fylling

1 1/2 – 2 pelar rjómi
1 bolli fersk jarðarber, skorin í bita
1 bolli fersk bláber
2-3 Snickers, skorin í bita
50 g súkkulaði

Þeytið eggjahvítur og púðursykur mjög vel saman, bætið hjartarsalti út í.

Setjið rice crispies varlega saman við þegar eggjahvíturnar eru þeyttar að fullu.

Smyrjið á bökunarpappír, passið að nota bökunarplötu undir og bakið við 135°C í u.þ.b. 50 mín. Látið kólna.

Þeytið rjómann og smyrjið á marengsinn. Stráið Snickersi, bláberjum og jarðarberjum jafn yfir (takið nokkur ber frá til að skreyta með í lokin). Rúllið marengsinum varlega upp. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, hellið því yfir í mjórri bunu og skreytið með berjum.

MARENGSRice CrispiesRÚLLUTERTUR

árgangur 1966
Þessi ljúffenga ömmulega rúlluterta sem Sigurbjörg kom með, var á boðstólnum þegar við hittumst nokkur úr grunnskóla og rifjuðum upp gamla daga 🙂
Árgangur 1966 Fáskrúðsfjörður grunnskóli hilmarsdóttir Fáskrúðsfjarðar stefán geir jóhanna albert sigurbjörg andrea Elfa Bára
Þessi ljúffenga ömmulega rúlluterta sem Sigurbjörg kom með, var á boðstólnum þegar við hittumst nokkur úr grunnskóla og rifjuðum upp gamla daga 🙂

.

— MARENGSRÚLLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.