Ostakúla

ostakúla andrea sigurðardóttir rjómaostur
Ostakúla

Ostakúla

Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.

OSTAKÚLURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Ostakúla

400 g rjómaostur (í bláa boxinu)

1 lítill rauðlaukur

1 rauð paprika

1 poki hunangsristaðar hnetur

Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita.  Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál. Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska.

Setjið filmu yfir og geymið í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni uppúr.

Fáskrúðsfjörður árgangur 1966 stefán geir jóhanna albert sigurbjörg andrea elva bára

Hluti af bekknum mínum úr grunnskóla hittist á dögunum og þá kom Andrea með ostakúluna góðu

— OSTAKÚLA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum. Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni - 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka