
Myndir á netið?
Flestum finnst betra að vita þegar myndir eru teknar. Í boðum er ekkert sérstaklega vel gert að smella af þegar fólk er að stinga upp í sig matnum, er að tyggja eða í miðri setningu. Slíkar myndir eiga ekkert erindi á netið og best er að sleppa því alveg að taka slíkar myndir. Það er sjálfsögð kurteisi að spyrja gestgjafa hvort sé í lagi að deila myndum á netinu. Fyrir ekki svo löngu var ég í stórafmæli og þar bað afmælisbarnið gesti að setja ekki myndir úr veislunni á netið. Einfalt og skýrt. Þetta á að sjálfsögðu líka við um snapchatið, tvitter og hvað þetta nú allt heitir. Umfram allt ættum við að njóta þess að vera í boðinu. Við getum sinnt netinu og svalað forvitni okkar (og annarra) þar þegar við komum heim. Kallast þetta ekki að lifa í núinu?
— KURTEISI — GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSI —
.