Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex – Lilja Guðmundsdóttir óskaplega bragðgott Súkkulaði Múslí Hafrakex hafrakex ingveldur g ólafsdóttir listaháskólinn mötuneyti smákökur hollar hollt fljótlegt ingveldar g
Ingveldur með súkkulaðimúslíhafrakexið

Súkkulaðimúslíhafrakex

Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur. Ingveldur hefur komið áður við sögu á þessari síðu, hún útbjó sítrusaprikósumarmelaði

INGVELDUR G.KEXLISTAHÁSKÓLINNHAFRAKEX

.

Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex
Súkkulaðimúslíhafrakex

 Súkkulaðimúslíhafrakex

480 g hveiti

200 g sykur eða minna. Fer eftir því hversu sætt múslíð er eða smekk hvers og eins.

500 g smjör

240 g haframjöl

360 g súkkulaðimúslí

2. tsk lyftiduft

1 ½ tsk. matarsóti

2 egg

Hnoðað, flatt út og kökur mótaðar eftir smekk. Bakað við 180°C í miðjum ofni í ca. 12 mínútur.

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01742
Lilja og Ingveldur G.

.

INGVELDUR G.KEXLISTAHÁSKÓLINNHAFRAKEX

— SÚKKULAÐIMÚSLÍHAFRAKEX —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017. Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916