Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

óboðinn getur gestir boðflenna Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? borðsiðir mannasiðir að haga sér vel matarboð veisla etiquette manners gunnar þorsteinn halldórsson sjólyst Fáskrúðsfjörður mávastellið máfastellið óboðnir gestir óboðinn gestur fasbók
Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Myndin er tekin í Sjólyst á Fáskrúðsfirði.

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? 

Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum. Það gildir einu hvers konar boð er, hvort er setið til borðs, standandi boð, afmæli eða giftingarveislu. Auðvitað þarf sá sem býður að tala skýrt svo gestum sé ljóst hverjum er boðið, er t.d. börnunum boðið?

Hið sama á við ef fólk er beðið að merkja við í hópum á fasbókinni eða annarsstaðar. Við látum vita þar hvort við komum eða ekki.

Ímyndið ykkur bara ef þið væruð með matarboð, væruð búin að leggja á fyrir alla gestina og tilbúin með matinn ef kannski einhverjir hafa ákveðið á síðustu stundu að kippa með sér bestu vinum sínum….

Ekki í boði að taka með sér aukagesti.

Ef kunningsskapurinn er ekki því meiri og þá aðeins ef við teljum einsýnt að gestgjafanum sé sérstök ánægja að því. Þá hringjum við auðvitað áður og heyrum í honum hljóðið.

Setjum ekki gestgjafa í erfiða aðstöðu með því að hringja á síðustu stundu og spyrja hvort góður vinur eða vinkona megi ekki örugglega koma með.

.

BORÐSIÐAFÆRSLUR KAFFIFASBÓK

— AUKAGESTIR Í BOÐI, ER ÞAÐ Í LAGI ? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.

Kókosbollusprengja

Kókosbollusprengja - DSC02357Kókosbollusprengja. Ef þið eruð í megrun eða í einhverju átaki getið þið hætt að lesa núna því þessi flokkast seint undir heilsu- eða megrunarrétti. Stundum er gaman að missa sig og gera það bara hressilega. Kolla elskulega frænka mín sem á Völu kókosbolluverksmiðjuna kemur reglulega með splunkunýjar bollur og þá eru fyrst borðaðar svona fimm í einu og síðan er ágætt að útbúa eina Kókosbollusprengju eða annað góðgæti.