Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

Álfacafé á Borgarfirði eystra álfakaffi álfasteinn borgarfjöður eystri kalli sveins karl sveinsson fiskverkun
Álfacafé á Borgarfirði

Álfacafé á Borgarfirði eystra

Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Þar fyrir utan er Borgarfjörður einstaklega fallegur og þangað er notalegt að koma. Held að besti staður til að sjá lunda í varplendi sínu sé á Borgarfirði.

En hvað um það, einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum.

— BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

.

IMG_4666
Fiskisúpan góða á Álfacafé á Borgarfirði

Fleiri og fleiri veitingahúsaeigendur hafa áttað sig á því að betra er að hafa fáa og góða rétti á boðstólnum – mjög góða. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu á Álfacafé sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð. Þó ég hafi komið oft á Álfacafé hef ég aldrei fengið mér annað að borða en fiskisúpuna góðu.

IMG_4669
Á pallinum við Álfacafé
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatasalat

Tómatsalat

Tómatsalat. Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Daglegt brauð – Café Valný

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný - þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál.....

Mackintosh’s íssósa – restin af molunum í pott ásamt rjóma og úr verður afbragðs íssósa

Mackinthos

20151220_214955

Mackintosh's íssósa.  Þegar allir „bestu molarnir” eru búnir er upplagt að setja restina í pott með nokkrum matskeiðum af rjóma og bræða við lágan hita og nota sem íssósu. Í öllum bænum deilið þessu með fólki sem dáir Mackintosh´s (hver gerir það ekki?)