Hvað er kurteisi?

rannveig schmidt borðsiðir Hvað er kurteisi? RANNVEIG SCHMIDT Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt Kurteisi hvað er kurteisi borðsiðir góðir hirðsiðir mannasiðir cortois court góðir siðir að haga sér Rannveig Schmidt etiquette kurteisin
Hvað er kurteisi? Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt

Hvað er kurteisi? 

Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga sér innan ákveðins svæðis, svo sem í konungsgarði innan hallarmúra. Kurteisi er því í raun að kunna góða hirðsiði. Orðið kurteisi kom inn í íslensku á tíma riddarabókmenntanna, en þær voru samdar og þýddar allt frá 13. öld. Nú er orðið kurteisi haft um hæversku eða siðprýði.

 Að gera eitthvað með kurt er að kunna sig og að kurta sig er að halda sér til. Menn gera líka sitthvað með kurt og pí þegar þeir gera eitthvað sómasamlega en nú vita menn hvorki lengur hvaðan orðið pí er komið né hvað það merkir.

Að lokum má benda á að hér á árum áður var mikil áhersla lögð á að kenna mönnum kurteisi, þótt ef til vill finnist fólki ráðin nokkuð undarleg nú á tímum.*

Árið 1945 kom út stórfín bók sem nefnist Kurteisi. Í henni bendir höfundurinn, Rannveig Schmidt, Íslendingum á eitt og annað er viðkemur kurteisi og góðum mannasiðum. Þar stendur meðal annars:

„Enginn ætti að gefa langar lýsingar af kvillum sínum meðan hann situr undir borðum – og forðast slíkt yfirleitt. Það er ógeðslegt og þreytandi og ætti ekki að leyfast, að fólk tali alltaf um veikindi sín og uppskurði – ekkert er leiðinlegra en hlusta á slíkar raunarollur.” ….  „Hvorki konur né karlar ættu að greiða sér á mannamótum. Við snyrtum okkur til áður en við förum að heiman.”

* Vísindavefurinn

Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt 1892-1952

Rannveig SchmidtBORÐSIÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.