Auglýsing
Epla- og kjúklingasalat SALAT EPLASALAT
Epla- og kjúklingasalat

Epla- og kjúklingasalat

Ferskt, gott sumarlegt salat sem er kjörið í samlokur eða á saltkex. Salatið má útbúa deginum áður og láta standa í ísskáp yfir nótt, ef eitthvað er verður það bara betra á því.

SALÖTEPLIKJÚKLINGUR

.

 Epla- og kjúklingasalat

1/3 b mæjónes

1/3 b Grísk jógúrt

1 msk eplaedik

1 msk hunang

salt og pipar

1 b kasjúhnetur (ristaðar á pönnu ef vill)

ca 700 g eldaður kjúklingur, skorinn í bita

2 b niðurskorin epli

Blandið saman mæjónesi og grískri jógúrt, bætið við ediki, hunangi, salti og pipar. Setjið að síðustu hnetur, kjúklinginn og eplin og blandið vel saman.
Látið standa í ísskáp í ca klst.

Auglýsing