
Kryddbrauð mömmu
Ó hvað kryddbrauð er gott, bæði ilmurinn sem kemur þegar það er í ofninum og líka nýbakað brauðið með góðu viðbiti. Einfalt og gott.
— KRYDDBRAUÐ — BRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI —
.
Kryddbrauð mömmu
3 dl hveiti
3 dl haframjöl
2 dl sykur
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
2 tsk. matarsódi
3 dl mjólk
1 stórt egg
Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.
Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.
Gott að bera fram með smjöri og osti.

..
— KRYDDBRAUÐ — BRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI —
..