Kryddbrauð mömmu

Kryddbrauð mömmu, Elfa Bára, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, blað franskra daga
Kryddbrauð mömmu

Kryddbrauð mömmu

Ó hvað kryddbrauð er gott, bæði ilmurinn sem kemur þegar það er í ofninum og líka nýbakað brauðið með góðu viðbiti. Einfalt og gott.

 KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Kryddbrauð mömmu

3 dl hveiti
3 dl haframjöl
2 dl sykur
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
2 tsk. matarsódi
3 dl mjólk
1 stórt egg

Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.

Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.

Gott að bera fram með smjöri og osti.

FLEIRI KRYDDBRAUÐ

grunnskóli fáskrúðsfjarðar Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára.
Þetta góða brauð kom Elfa Bára bekkjarsystir mín úr grunnskóla með þegar við hittumst fyrr í sumar. Frá vinstri: Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára.

..

 KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

— KRYDDBRAUÐ MÖMMU —

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.