Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Á boðstólunum eru nýbökuð brauð, úrval af lífrænni matvöru seld eftir vigt – já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Herbes de Provence. Fyrir langa löngu keypti ég í Frakklandi alvöru Herbes de Provence en svo kláraðist það eins og gengur. Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að Kaja er með lífrænt Herbes de Provence og selur eftir vikt. Kryddið er notað t.d. á Lauk- og ansjósuböku

 

 

 

 

 

 

 

 

Kínóa mjólk. Það kom þægilega á óvart að til væri kínóamjólk hjá Kaju. Eins og kínóað þá fer hún vel í maga og bragðast afar vel. Er glúten laus

Hafrakakómjólk sætt með eplum er líka hreinasta fyrirtak

Svo er þarna allsskonar lífrænt súkkulaði – algjörlega himneskt súkkulaði

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun karen jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta

Roloterta Kötu. Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi - ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.