Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Á boðstólunum eru nýbökuð brauð, úrval af lífrænni matvöru seld eftir vigt – já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Herbes de Provence. Fyrir langa löngu keypti ég í Frakklandi alvöru Herbes de Provence en svo kláraðist það eins og gengur. Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að Kaja er með lífrænt Herbes de Provence og selur eftir vikt. Kryddið er notað t.d. á Lauk- og ansjósuböku

 

 

 

 

 

 

 

 

Kínóa mjólk. Það kom þægilega á óvart að til væri kínóamjólk hjá Kaju. Eins og kínóað þá fer hún vel í maga og bragðast afar vel. Er glúten laus

Hafrakakómjólk sætt með eplum er líka hreinasta fyrirtak

Svo er þarna allsskonar lífrænt súkkulaði – algjörlega himneskt súkkulaði

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun karen jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.