Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Á boðstólunum eru nýbökuð brauð, úrval af lífrænni matvöru seld eftir vigt – já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Herbes de Provence. Fyrir langa löngu keypti ég í Frakklandi alvöru Herbes de Provence en svo kláraðist það eins og gengur. Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að Kaja er með lífrænt Herbes de Provence og selur eftir vikt. Kryddið er notað t.d. á Lauk- og ansjósuböku

 

 

 

 

 

 

 

 

Kínóa mjólk. Það kom þægilega á óvart að til væri kínóamjólk hjá Kaju. Eins og kínóað þá fer hún vel í maga og bragðast afar vel. Er glúten laus

Hafrakakómjólk sætt með eplum er líka hreinasta fyrirtak

Svo er þarna allsskonar lífrænt súkkulaði – algjörlega himneskt súkkulaði

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun karen jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka - Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku. Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.