Auglýsing

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Á boðstólunum eru nýbökuð brauð, úrval af lífrænni matvöru seld eftir vigt – já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

Herbes de Provence. Fyrir langa löngu keypti ég í Frakklandi alvöru Herbes de Provence en svo kláraðist það eins og gengur. Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að Kaja er með lífrænt Herbes de Provence og selur eftir vikt. Kryddið er notað t.d. á Lauk- og ansjósuböku

 

 

 

 

 

 

 

 

Kínóa mjólk. Það kom þægilega á óvart að til væri kínóamjólk hjá Kaju. Eins og kínóað þá fer hún vel í maga og bragðast afar vel. Er glúten laus

Hafrakakómjólk sætt með eplum er líka hreinasta fyrirtak

Svo er þarna allsskonar lífrænt súkkulaði – algjörlega himneskt súkkulaði

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun karen jónsdóttir

Auglýsing