Rabarbarachutney. Í öllum bænum nýtið rabarbarann sem vex svo víða. Rabarbarachutney er kjörið sem meðlæti með grillmatnum, ýmsum steikum, með ostum og snittubrauði, ofan á ristað brauð, með steiktum fiski……
Rabarbarachutney
350 g rabarbari
1 dl döðlur
2 cm engifer (ca 1 msk rifið engifer)
1 epli
1 laukur
1 dl rúsínur
1 tsk sterkt sinnep
1 tsk karrý
2 dl sykur
1/3 tsk salt
4-5 dl rauðvín
Saxið rabarbara (frekar smátt), döðlur, engifer, epli, lauk og rúsínur. Setjið í pott ásamt sinnepi, karrýi, sykri, salti og rauðvíni
Sjóðið við vægan hita í um 40 mín. Setjið í glerkrukkur og lokið þeim meðan chutneyið er ennþá heitt. Geymið á köldum stað.
Auglýsing
Sæll Albert og takk fyrir allar upprskriftirnar þínar. Ég sker rabbarbara í litla bita og frysti í 700 gr. einingum. Ég er dálítið fyrir það að gefa matarjólagjafir. Hvað geymist Rabbarbarachutney lengi í ísskáp?
Ég er ekki að fara að gera jólagjafirnar núna 😀 en eftir aðfangadag, hversu lengi geymist afurðin, ég læt það nefilega oftast fylgja á miðanum sem ég set á glasið.
Comments are closed.