Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað acorn grasker

Grillað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö. Skar annað graskerið niður í sneiðar, fræhreinsaði, penslaði með hvítlauksgrillolíu og stráði rósmarín yfir. Þannig lét ég þetta bíða í um tvær klst og síðan var tendrað upp í grillinu. Viti menn, þetta er stórfínt, mjúkt og bragðgott

 

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Hitt graskerið skar ég í tvennt, fræhreinsaði og skar síðan það mesta utan af því (þess þarf ekki) og skar í bita. Síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur.

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!

Fyrri færsla
Næsta færsla