Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn. Á netvafri mínu, í kjölfarið á banni Frakka við plastnotkun, rakst ég á Bee´s Wrap sem er bómullardúkur til að vefja utan um mat og geyma hann þannig. Utan um brauð, yfir deig, bakkelsið, yfir grænmetið…

beeswrap Bee’s Wrap utan um matinn

Þar sem hann er margnota þá er óæskilegt að vefja kjöti eða fiski inn í hann. Dúkurinn er baðaður býflugnavaxi, jójóbaolíu og trjákvoðu. Hann er þægilegur í notkun og auðvelt að þrífa hann, bara skola með köldu vatni – alls ekki heitu því þá bráðnar vaxið.

Nú er allt hér á bæ vafið inn í Bee´s Wrapið 🙂 Stórfínn náttúrulegur kostur fyrir þá sem vilja draga úr plastnotkuninni

Ég pantaði Bee´s Wrapið hérna

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :)  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.