Karrýfiskur í ofni

Karrýfiskur í ofni karrý fiskur fiskur í ofni sætar kartöflur grænmeti karrýsósa
Karrýfiskur í ofni

Karrýfiskur í ofni. Einfaldur og fljótlegur fiskréttur. Það er æskilegt að við borðum bæði meira af fiski og grænmeti.

— FISKURMASCARPONEKARRÝFISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI  — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —

.

Karrýfiskur í ofni

700 g fiskur
700 g grænmeti (t.d. rauðlaukur, paprika, gulrætur, blaðlaukur, hvítlaukur og sætar kartöflur)
3 msk góð olía
1 ds Mascarpone
1 dl rjómi
1 væn msk karrý
salt og pipar

Skerið grænmetið niður og léttsteikið í olíu á pönnu, setjið Mascarpone saman við ásamt rjóma og karrýi. Látið mascarpone ostinn bráða. Leggið fiskinn í eldfast form, hellið karrýgrænmetisblöndunni yfir og bakið í 175°C heitum ofni í um 20 mín (fer eftir þykkt fisksins)

— FISKURMASCARPONEKARRÝ

Nota má það grænmeti sem er til, í þessum rétti er rauðlaukur, paprika, gulrætur, blaðlaukur, hvítlaukur og sætar kartöflur

.

— FISKURMASCARPONEKARRÝFISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI  — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —

— KARRÝFISKUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave