Karrýfiskur í ofni

Karrýfiskur í ofni karrý fiskur fiskur í ofni sætar kartöflur grænmeti karrýsósa
Karrýfiskur í ofni

Karrýfiskur í ofni. Einfaldur og fljótlegur fiskréttur. Það er æskilegt að við borðum bæði meira af fiski og grænmeti.

— FISKURMASCARPONEKARRÝFISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI  — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —

.

Karrýfiskur í ofni

700 g fiskur
700 g grænmeti (t.d. rauðlaukur, paprika, gulrætur, blaðlaukur, hvítlaukur og sætar kartöflur)
3 msk góð olía
1 ds Mascarpone
1 dl rjómi
1 væn msk karrý
salt og pipar

Skerið grænmetið niður og léttsteikið í olíu á pönnu, setjið Mascarpone saman við ásamt rjóma og karrýi. Látið mascarpone ostinn bráða. Leggið fiskinn í eldfast form, hellið karrýgrænmetisblöndunni yfir og bakið í 175°C heitum ofni í um 20 mín (fer eftir þykkt fisksins)

— FISKURMASCARPONEKARRÝ

Nota má það grænmeti sem er til, í þessum rétti er rauðlaukur, paprika, gulrætur, blaðlaukur, hvítlaukur og sætar kartöflur

.

— FISKURMASCARPONEKARRÝFISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI  — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —

— KARRÝFISKUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu" segir Eyjapilturinn Bergþór

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta

Jarðarberja- og limeterta. Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.