Mígreni – einkenni hættu með breyttu mataræði

Mígreni – einkenni hættu með breyttu rauðvín hvítvín mígreni reynslusaga mataræði Ostar matur læknar mígreni kjöt tyramíns reyktur fiskur mígreniköst rauðvín vín
Mígreni – einkenni hættu með breyttu mataræði

MÍGRENI

Heyrði af manni sem reglulega fékk slæm mígreniköst. Þegar hann hætti að borða kjöt hættu mígreniköstin.

Áhugavert, hér er grein um mat og mígreni þar er ritað um áhrif tyramíns (tyramine) sem er í rauðvíni, kæstum ostum, reyktum fiski, baunum o.fl. Í Morgunblaðinu birtist grein um vítamín og mígreni 

Nanna sendi póst:

„Maðurinn minn var mjög illa haldinn af migreni sem ungur maður, fékk 2-3 köst í mánuði og þau stóðu oft lengi. Ég lagðist í rannsóknarvinnu um þetta, löngu fyrir tíma internetsins, og komst að því að aukefnin, svokölluð E-efni eru honum verst.
Þau er að finna í unnum matvælum sem við tókum algerlega út úr mataræðinu, sem og ALLAR KRYDDBLÖNDUR. Það er nokkuð sem fólk varar sig ekki á.
Migrenvaldarnir geta legið í samsetningu fæðunnar, ekki í hverri fæðutegund fyrir sig. Hann getur td. borðað osta í dag (fer samt varlega í það) og drukkið rauðvín, en ef hann drekkur kók og borðar ost saman… þá er voðinn vís. Og hann getur borðað dökkt súkkulaði með rauðvíni, en ekki endilega með öðrum drykkjum. Fólk þarf að prófa sig mikið áfram og svo skiptir miklu að hafa rútínuna í lagi; fara helst alltaf að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma, þótt maður megi sofa út. Þá er betra að leggja sig aftur síðar því það er nefnilega þessi líkamsklukka sem hefur svo mikið að segja.”

Endilega deilið með fólki sem er að glíma við mígreni

.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

.

rauðvín hvítvín mígreni reynslusaga
Rauðvín

.

— MÍGRENI – EINKENNI HÆTTU MEÐ BREYTTU MATARÆÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.