MÍGRENI
Heyrði af manni sem reglulega fékk slæm mígreniköst. Þegar hann hætti að borða kjöt hættu mígreniköstin.
Áhugavert, hér er grein um mat og mígreni þar er ritað um áhrif tyramíns (tyramine) sem er í rauðvíni, kæstum ostum, reyktum fiski, baunum o.fl. Í Morgunblaðinu birtist grein um vítamín og mígreni
Nanna sendi póst:
„Maðurinn minn var mjög illa haldinn af migreni sem ungur maður, fékk 2-3 köst í mánuði og þau stóðu oft lengi. Ég lagðist í rannsóknarvinnu um þetta, löngu fyrir tíma internetsins, og komst að því að aukefnin, svokölluð E-efni eru honum verst.
Þau er að finna í unnum matvælum sem við tókum algerlega út úr mataræðinu, sem og ALLAR KRYDDBLÖNDUR. Það er nokkuð sem fólk varar sig ekki á.
Migrenvaldarnir geta legið í samsetningu fæðunnar, ekki í hverri fæðutegund fyrir sig. Hann getur td. borðað osta í dag (fer samt varlega í það) og drukkið rauðvín, en ef hann drekkur kók og borðar ost saman… þá er voðinn vís. Og hann getur borðað dökkt súkkulaði með rauðvíni, en ekki endilega með öðrum drykkjum. Fólk þarf að prófa sig mikið áfram og svo skiptir miklu að hafa rútínuna í lagi; fara helst alltaf að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma, þótt maður megi sofa út. Þá er betra að leggja sig aftur síðar því það er nefnilega þessi líkamsklukka sem hefur svo mikið að segja.”
Endilega deilið með fólki sem er að glíma við mígreni
.
Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR
.
.
— MÍGRENI – EINKENNI HÆTTU MEÐ BREYTTU MATARÆÐI —
.