ÞVAGSÝRUGIGT. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.
— — —
G.H. sendi póst: „Ég tók út áfengi og eldaði kjötið mitt betur, einnig er ég hætt að borða allan innmat, með því held ég mér einkennalausri af þvagsýrugigt”
SJÁ EINNIG: MATUR LÆKNAR —