Rifsberjahlaup

rifsber rifsberjahlaup sólber
rRfsber

Rifsberjahlaup

Það þarf ekki að heinsa berin af stilkunum eða taka hálfþroskuðu berin frá – þar er hleypiefni. Sama uppskrift á við um sólber.

Helsta notkun hér á bæ á rifsberjahlaupi er í uppáhaldsfiskisúpuna okkar; ÞESSA HÉR

RIFSBERSÓLBERBLÁBERSULTUR

.

Rifsberjahlaup

2 kg rifsber
600-800 g sykur með pektin
1 l vatn
1/3 tsk salt

Skolið ber og setjið í pott ásamt vatni. Sjóðið í 20-25 mín.

maukið með kartöflupressunni og sigtið hratið frá. Bætið sykri og salti i berjasafann og sjóðið í 10 mín.
Smakkið hlaupið til 🙂

setjið í tandurhreinar krukkur og þeim lokið strax.

RIFSBERSÓLBERBLÁBERSULTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.