Marineruð heiðagæs

Marinering Marineruð heiðagæs gæs marinering á rjúpu rjúpa Björn emil jónsson fáskrúðsfjörður
Marineruð heiðagæs

Marineruð heiðagæs

Björn Emil Jónsson á Fáskrúðsfirði skaut heiðargæs á dögunum, marineraði og steikti. „Ég pakka alltaf hverri bringu sér og frysti. Er búinn að þróa fína grafblöndu sem er vinsæl á mínu heimili. Hún virkar líka á rjúpuna.
Frábær og bragðmikil máltíð, líklega fullkomið jafnvægi að hafa ferskt eplasalat og sykurbrúnaðar kartöflur með henni.”

GÆSMARINERINGKJÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURSVEPPASÓSURMARINERINGARBJÖRN EMIL JÓNSSONRJÚPA

.

Marineruð heiðagæs – fyrir 2-3.

3 heiðagæsabringur, látnar liggja i marineringu i 40 tíma, skolið marineringuna af og látið bringurnar þorna i 2 tíma fyrir eldun.

Bringur brúnaðar á pönnu, 2 mín á hvorri hlið, settar i ofn við 140°C þar til þær hafa náð 69°C i kjarnhita. Mikilvægt að láta standa i 10-15 mín áður en þær eru skornar.

Marinering:
1 hvítlauksrif
1 engiferrót, á stærð við þumalfingur
Prima villbráðakrydd 1/3 af stauk.
2 msk Herba jurtasalt.
soyasósa 1/4 flösku
Öllu mallað saman i matvinnsluvél.

Meðlæti: sykurbrúnaðar kartöflur.
Smörsteiktur aspas, gufusoðinn í 2-3 min, síðan steiktur upp úr smjör og maldon salti i 2 min. (passa að ofelda ekki, þà fer fallegi græni liturinn).

Sveppaostasósa

Mjög einföld uppskrift, rausnalegt magn af sveppum smjörsteikt í potti, rjóma og villisveppaosti bætt út i og látið malla.

Algjörlega nauðsynlegt að hafa fersk bláber með þessu.

GÆSMARINERINGKJÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURSVEPPASÓSURMARINERINGARBJÖRN EMIL JÓNSSONRJÚPA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.