Ananasterta með biscottibotni (þarf ekki að baka)

Ananasterta með biscottibotni (þarf ekki að baka) Stofnfélagar Hins íslenska Royalistafélags frá vinstri: Ragnheiður, Hildur Ýr, Svanhvít V. Svanhvít Þ, Guðrún Valborg guðrún guðjónsdóttir og Árdís Hulda terta kaka ananas biscotti kanill ananas frómas
Ananasterta með biscottibotni

Ananasterta með biscottibotni

Það er gott ráð að útbúa tertuna með góðum fyrirvara því fyllingin er þónokkra stund að stífna. Annað hvort að gera fyllinguna daginn áður og láta standa í ísskáp eða það sem er enn betra að útbúa alla tertuna daginn áður

— BISCOTTIANANASROYAL

.

Stofnfélagar Hins íslenska Royalistafélags frá vinstri: Ragnheiður, Hildur Ýr, Svanhvít V. Svanhvít Þ, Guðrún Valborg og Árdís Hulda

Ananasterta með biscottibotni

botn:
270 g biscotti
70 g smjöri, brætt
2-3 msk góð olía

fylling:
3 dl KEA vanilluskyr
2 dl rjómi
150 g hvítt súkkulaði
1 1/2 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla

ofan á:
2 litlar dósir ananas í bitum
3-4 matarlímsblöð

botn:
Setjið biscotti í matvinnsluvél og malið frekar fínt. Setjið í skál og blandið smjöri og olíu saman við og setjið í smelluform.

fylling:
Setjið allt í pott og hitið þangað til súkkulaðið er bráðnað. Látið kólna. Setjið yfir botninn.

ofan á:
Hellið ananassafanum í skál, látið matarlímið út í og bræðið í vatnsbaði. Maukið ananas í matvinnsluvél og setjið í skál. Blandið matarlíminu saman við og hellið yfir fyllinguna. Kælið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.

— BISCOTTIANANASROYAL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja