Auglýsing
Ananasterta með biscottibotni (þarf ekki að baka) Stofnfélagar Hins íslenska Royalistafélags frá vinstri: Ragnheiður, Hildur Ýr, Svanhvít V. Svanhvít Þ, Guðrún Valborg guðrún og Árdís Hulda terta kaka ananas biscotti kanill ananas frómas
Ananasterta með biscottibotni

Ananasterta með biscottibotni. Það er gott ráð að útbúa tertuna með góðum fyrirvara því fyllingin er þónokkra stund að stífna. Annað hvort að gera fyllinguna daginn áður og láta standa í ísskáp eða það sem er enn betra að útbúa alla tertuna daginn áður

— BISCOTTIANANASROYAL

Stofnfélagar Hins íslenska Royalistafélags frá vinstri: Ragnheiður, Hildur Ýr, Svanhvít V. Svanhvít Þ, Guðrún Valborg og Árdís Hulda

Ananasterta með biscottibotni
botn:
270 g biscotti
70 g smjöri, brætt
2-3 msk góð olía

fylling:
3 dl KEA vanilluskyr
2 dl rjómi
150 g hvítt súkkulaði
1 1/2 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla

ofan á:
2 litlar dósir ananas í bitum
3-4 matarlímsblöð

botn:
Setjið biscotti í matvinnsluvél og malið frekar fínt. Setjið í skál og blandið smjöri og olíu saman við og setjið í smelluform.

fylling:
Setjið allt í pott og hitið þangað til súkkulaðið er bráðnað. Látið kólna. Setjið yfir botninn.

ofan á:
Hellið ananassafanum í skál, látið matarlímið út í og bræðið í vatnsbaði. Maukið ananas í matvinnsluvél og setjið í skál. Blandið matarlíminu saman við og hellið yfir fyllinguna. Kælið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.

Auglýsing