Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð. Mikið óskaplega er gaman að baka. Í dag er það fíkjubrauð sem rennur ljúflega niður með góðum kaffibolla. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að maður eigi að sjóða fíkjurnar í nokkrar mínútur, ég sleppti því enda engin ástæða til. Bökum og bökum

Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi. Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sem fullkomlega. Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis.