Auglýsing
Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi Hulda Steinunn steinsdóttir súkkulaðikaka, saltkaramellukrem, terta karamella súkkulaðiterta
Hulda Steinunn með dásamlegu súkkulaðitertuna með saltkaramellusmjörkreminu

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) – þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða…

🌸

Auglýsing

HULDA STEINUNNSÚKKULAÐITERTURKARAMELLATERTURVÍNARBRAUÐÝMISLEGT

🌸

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi
Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
¾ bolli kakó
2 tsk lyftiduft
1 ½ tsk matarsódi
1 tsk salt
1 bolli mjólk
½ bolli olía
2 egg
2 tsk vanilludropar
1 bolli vatn, soðið

Forhitið ofn í 180°C
Setjið hveiti, sykur, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt í skál og blandið saman.
Bætið við mjólk, olíu, eggjum og vanilludropum saman við þurrefnin og blandið vel. Bætið soðna vatninu varlega saman við blönduna.
Skiptið deiginu jafnt í tvö smurð form.
Bakið í 30-35 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út. Látið kökurnar kólna í formunum í 10 mín. áður en þær er teknar úr.

Deigið á að vera þunnt eftir að vatninu er bætt saman við.

Saltkaramellu-smjörkrem

½ bolli púðursykur
½ bolli smjör
2 msk sýróp
½ bolli rjómi (fer eftir smekk)
1 klípa gróft salt
1 bolli smjör, mjúkt
2 bollar flórsykur
1 msk vanillusykur

Karamella – Bræðið púðursykur, smjör og sýróp í potti á meðalhita, þar til blandan fer að sjóða. Hrærið í nokkrar mín og látið kólna. Blandið salti og rjóma saman við í smá skömmtum.

Þeytið smjör, flórsykur og vanillusykur saman þar til blandan verður ljós. Blandið karamellu smám saman við smjörkremið. 
Hægt að geyma smá karamellu til að skreyta kökuna.

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi
Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi
Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi
Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi
Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi
Haustlaufin eru pensluð með þeyttri eggjahvítu og yfir er stráð perlusykri. „Stundum set ég sykurinn í poka og renni yfir hann með kökukefli til að gera hann aðeins fínni en það þarf ekki”

🌸

HULDA STEINUNNSÚKKULAÐITERTURKARAMELLATERTURVÍNARBRAUÐÝMISLEGT

— SÚKKULAÐITERTA MEÐ SALTKARAMELLUKREMI — 

🌸

1 athugasemd

  1. Góðan dag 😊 Takk.fyrir flottan vef. Ég kíki reglulega hingað inn. Mig langar til að spyrja þig hvort að bollamálin sem þú gefur upp miðist við 2.4 dl. eins og venjan er? Best kveðjur.

Comments are closed.