Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta segir í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen léttvín rauðvín hvítvín skálað borðsiðir kurteisi etiquette
Hóflega drukkið vín gleður

Hóflega drukkið vín

Flest höfum við heyrt að rauðvín eigi að vera með kjöti og hvítvíni með fiski, það var a.m.k. gamla viðmiðið. Á því eru þó undantekningar, og kannski er gamla viðmiðið orðið úrelt, t.d. á Geira Smart fengum við létt og ungt rauðvín með þorski – það passaði mjög vel saman. Val á borðvínum getur verið vandasamt enda æskilegt að matur og vín fari sem best saman. Borðvín er talið örva bragðlaukana til þess að við njótum matarins betur. Í raun er það auka krydd með réttinum og það er hreint ekki sama hvaða kryddi maður bætir við réttinn.

BORÐVÍNSKÁLAÐBORÐSIÐIR

.

Í flestum verslunum Vínbúðanna eru vínráðgjafar og á öllum betri veitingahúsum eru vínþjónar. Allt þetta fólk hefur sérhæft sig á sínu sviði og er með ráð undir rifi hverju.

Það getur nú varla talist til góðra siða að kunna sér ekki hóf í drykkju. Drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo hverfur öll virðing út í veður og vind. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu. Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum? Varð einu sinni vitni að því þegar ölvuð kona hélt ræðu í brúðkaupi. Eftir um stundarfjórðung fór vinkona hennar upp og bað hana að hætta – þá hafi hún aðeins talað um sjálfa sig og virtist vera langt í að hún nefndi brúðhjónin.

Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu. Ágætis regla er að fara ekki yfir eina flösku af léttvíni á fjórum tímum, ef maður vill forðast að verða til ama. Það er u.þ.b. eitt glas á klukkutíma. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta segir í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen.

.

— HÓFLEGA DRUKKIÐ VÍN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosköku- uppskrift múttu

Kókoskaka

Kókosköku- uppskrift múttu! Enn einn föstudagskaffiglaðningurinn. Sveinbjörg bakaði tertu úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Það þarf nú varla að taka það fram að tertan var borðuð upp til agna (af mikilli áfergju)

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.

Ísostaterta

Ísostaterta

Ísostaterta. Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn.

Crostini með kantarellusveppum

Crostini með kantarellusveppum. Crostini eru litlar sneiðar af brauði, grillaðar eða ristaðar, með áleggi sem getur verið grænmeti, ostur eða kjöt. Oft eru sneiðararnar penslaðar með ólífuolíu. Stórfínt til að byrja á áður en sest er til borðs :)

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...