Auglýsing
Hóflega drukkið vín Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta segir í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen léttvín rauðvín hvítvín skálað borðsiðir kurteisi etiquette
Hóflega drukkið vín gleður

Hóflega drukkið vín

Flest höfum við heyrt að rauðvín eigi að vera með kjöti og hvítvíni með fiski, það var a.m.k. gamla viðmiðið. Á því eru þó undantekningar, og kannski er gamla viðmiðið orðið úrelt, t.d. á Geira Smart fengum við létt og ungt rauðvín með þorski – það passaði mjög vel saman. Val á borðvínum getur verið vandasamt enda æskilegt að matur og vín fari sem best saman. Borðvín er talið örva bragðlaukana til þess að við njótum matarins betur. Í raun er það auka krydd með réttinum og það er hreint ekki sama hvaða kryddi maður bætir við réttinn.

BORÐVÍNSKÁLAÐBORÐSIÐIR

.

Í flestum verslunum Vínbúðanna eru vínráðgjafar og á öllum betri veitingahúsum eru vínþjónar. Allt þetta fólk hefur sérhæft sig á sínu sviði og er með ráð undir rifi hverju.

Það getur nú varla talist til góðra siða að kunna sér ekki hóf í drykkju. Drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo hverfur öll virðing út í veður og vind. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu. Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum? Varð einu sinni vitni að því þegar ölvuð kona hélt ræðu í brúðkaupi. Eftir um stundarfjórðung fór vinkona hennar upp og bað hana að hætta – þá hafi hún aðeins talað um sjálfa sig og virtist vera langt í að hún nefndi brúðhjónin.

Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu. Ágætis regla er að fara ekki yfir eina flösku af léttvíni á fjórum tímum, ef maður vill forðast að verða til ama. Það er u.þ.b. eitt glas á klukkutíma. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta segir í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen.

.

— HÓFLEGA DRUKKIÐ VÍN —

.

Auglýsing