Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bazaar Oddsson veitingahús

Bazaar dscf3877 Bazaar dscf3922

Bazaar Oddsson veitingahús. Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæðinni í JL húsinu, en á efri hæðum er Oddsson hótel/hostel sem opnaði í sumar. Bazaar er stór og rúmgóður veitingastaður og kaffihús. Staðurinn skiptist í fjögur svæði, kaffihús, bistro, bar og fínni restaurant.

Súkkulaðijólatré frá Fríðu súkkulaðihúsi á Siglufirði

Súkkulaðijólatré frá Fríðu súkkulaðihúsi. Á Siglufirði rekur Fríða Gylfadóttir fyrirmyndar súkkulaðihús og þar má fá allskonar handgert súkkulaði í ýmsum útgáfum. Á dögunum fékk ég þessi fallegu súkkulaðijólatré sem til stendur að geyma til jóla en svona ykkur að segja þá braut ég af og smakkaði - hrikalega gott. Þið getið sent Fríðu skilaboð ef ykkur langar í fallegt og bragðgott súkkulaðijólatré

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

Krydduð hrísgrjón

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum. Rakst á þessa uppskrift í matreiðslubók frá Bólivíu. Þar er kemur fram að hrísgrjónin geti bæði verið sér réttur eða meðlæti með öðrum mat. Fallegur og góður réttur/meðlæti.