Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa. Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)