Auglýsing

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Auglýsing

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat

1 athugasemd

  1. Spennandi að prófa þetta með graskerið. En er það ekki skorið í bita? Varla eru helmingarnir bornir fram, er það?

Comments are closed.