Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka Föstudagskaffi listaháskólinn baka rabarbari rabbabari bláber sítróna Peter máté edda erlendsdóttir píanóleikari
Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað…).  Edda kom með undurgóða vanillutertu.

PETER MÁTÉRABARBARIBLÁBERBÖKUREDDA ERLENDSD

.

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Deig:
130 g hveiti
30 g haframjöl
40 g möndluflögur
1 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
2 msk. púðursykur
1/2 tsk salt
börkurinn af einni sitrónu
125 g smjör, bráðið

Stillið ofninn á 190°C. Setjið öll þurrefnin í stóra skál. Hrærið vel saman og hellið bráðna smjörinu yfir. Blandið saman með fingrunum þar til stórir og litlir kögglar myndast. Geymið í ísskáp á meðan fyllingunni er blandað saman. Takið deigið úr ísskápnum og dreifið yfir fyllinguna þannig að það hylji allt. Bakið 40-50 mínútur eða þar til deigið hefur tekið á sig gylltan lit og ávaxtafyllingin vellur.

Fylling:
430 g rabarbari skorinn í 2cm sneiðar
200 g bláber
safi úr 1 sitrónu
100 g sykur
1 tsk salt

Blandið öllu hráefni saman og setjið í eldfast mót.

Borið fram með vanilluís eða þeyttan rjóma.

Dásamleg vanilluterta með hindberjum
Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka og Dásamlega vanilluterta

.

PETER MÁTÉRABARBARIBLÁBERBÖKUREDDA ERLENDSD

— RABARBARA-, BLÁBERJA- OG SÍTRÓNUBAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar - telst það ekki fullkomið prótein?

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.