
Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka
Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað…). Edda kom með undurgóða vanillutertu.
— PETER MÁTÉ — RABARBARI — BLÁBER — BÖKUR — EDDA ERLENDSD —
.
Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka
Deig:
130 g hveiti
30 g haframjöl
40 g möndluflögur
1 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
2 msk. púðursykur
1/2 tsk salt
börkurinn af einni sitrónu
125 g smjör, bráðið
Stillið ofninn á 190°C. Setjið öll þurrefnin í stóra skál. Hrærið vel saman og hellið bráðna smjörinu yfir. Blandið saman með fingrunum þar til stórir og litlir kögglar myndast. Geymið í ísskáp á meðan fyllingunni er blandað saman. Takið deigið úr ísskápnum og dreifið yfir fyllinguna þannig að það hylji allt. Bakið 40-50 mínútur eða þar til deigið hefur tekið á sig gylltan lit og ávaxtafyllingin vellur.
Fylling:
430 g rabarbari skorinn í 2cm sneiðar
200 g bláber
safi úr 1 sitrónu
100 g sykur
1 tsk salt
Blandið öllu hráefni saman og setjið í eldfast mót.
Borið fram með vanilluís eða þeyttan rjóma.

.
— PETER MÁTÉ — RABARBARI — BLÁBER — BÖKUR — EDDA ERLENDSD —
— RABARBARA-, BLÁBERJA- OG SÍTRÓNUBAKA —
.