Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka Föstudagskaffi listaháskólinn baka rabarbari rabbabari bláber sítróna Peter máté edda erlendsdóttir píanóleikari
Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað…).  Edda kom með undurgóða vanillutertu.

PETER MÁTÉRABARBARIBLÁBERBÖKUREDDA ERLENDSD

.

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Deig:
130 g hveiti
30 g haframjöl
40 g möndluflögur
1 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
2 msk. púðursykur
1/2 tsk salt
börkurinn af einni sitrónu
125 g smjör, bráðið

Stillið ofninn á 190°C. Setjið öll þurrefnin í stóra skál. Hrærið vel saman og hellið bráðna smjörinu yfir. Blandið saman með fingrunum þar til stórir og litlir kögglar myndast. Geymið í ísskáp á meðan fyllingunni er blandað saman. Takið deigið úr ísskápnum og dreifið yfir fyllinguna þannig að það hylji allt. Bakið 40-50 mínútur eða þar til deigið hefur tekið á sig gylltan lit og ávaxtafyllingin vellur.

Fylling:
430 g rabarbari skorinn í 2cm sneiðar
200 g bláber
safi úr 1 sitrónu
100 g sykur
1 tsk salt

Blandið öllu hráefni saman og setjið í eldfast mót.

Borið fram með vanilluís eða þeyttan rjóma.

Dásamleg vanilluterta með hindberjum
Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka og Dásamlega vanilluterta

.

PETER MÁTÉRABARBARIBLÁBERBÖKUREDDA ERLENDSD

— RABARBARA-, BLÁBERJA- OG SÍTRÓNUBAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum.... Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum