Sítrónu linguine

 Linguine Sítrónu linguine sítróna pasta pastaréttur fljótlegur ÍTALÍA ÍTALSKUR MATUR
Sítrónu linguine

Sítrónu linguine

Það má auðvitað nota spaghetti eða annað pasta í þennan rétt. Hann er fljótlegur og góður. Ég setti safa úr heilli sítrónu og það varð aðeins of mikið af því góða.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍAPARMESAN

🍋

Sítrónu linguine

1 pk linguine

1 dl ólífuolía

1 dl saxaður blaðlaukur

3 hvítlauksrif, söxuð smátt

börkur af einni sítrónu

3-4 msk ferskur sítrónusafi

1/4 b rifinn Parmesan ostur

chili, salt og pipar

Sjóðið linguine samkvæmt leiðbeiningum. Setjið olíuna á pönnu og steikið blaðlauk við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið við hvítlauk, sítrónuberki og sítrónusafa ásamt kryddi. Hellið pastanu á sigti, skolið eldsnökkt og setjið síðan á pönnuna og blandið saman.

Stráið parmesan ostinum yfir og borðið með hvítlauksbrauði.

.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍAPARMESAN

— SÍTRÓNU LINGUINE —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð - Besta brauðið. Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð. Eins og sjá má í uppskriftinni er auðvelt að breyta í glútenlaust brauð

Konfektkökur – verðlaunasmákökur

Konfektkökur

Konfektkökur. Besta smákakan 2014. Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni.

Frk. Appelsína

IMG_3860

Frk. Appelsína. Þessar undurgóðu smákökur minnti dómnefndina í smákökusamkeppni Kornax á jólin, appelínu og kanilbragðið kom vel í gegn og heillaði okkur svo að Frk.Appelsína lenti í fjórða sæti. Stökkar og bragðgóðar smákökur sem laumast má í alla aðventuna og líka yfir hátíðirnar.

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.

Fyrri færsla
Næsta færsla