Sítrónu linguine

 Linguine Sítrónu linguine sítróna pasta pastaréttur fljótlegur ÍTALÍA ÍTALSKUR MATUR
Sítrónu linguine

Sítrónu linguine

Það má auðvitað nota spaghetti eða annað pasta í þennan rétt. Hann er fljótlegur og góður. Ég setti safa úr heilli sítrónu og það varð aðeins of mikið af því góða.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍAPARMESAN

🍋

Sítrónu linguine

1 pk linguine

1 dl ólífuolía

1 dl saxaður blaðlaukur

3 hvítlauksrif, söxuð smátt

börkur af einni sítrónu

3-4 msk ferskur sítrónusafi

1/4 b rifinn Parmesan ostur

chili, salt og pipar

Sjóðið linguine samkvæmt leiðbeiningum. Setjið olíuna á pönnu og steikið blaðlauk við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið við hvítlauk, sítrónuberki og sítrónusafa ásamt kryddi. Hellið pastanu á sigti, skolið eldsnökkt og setjið síðan á pönnuna og blandið saman.

Stráið parmesan ostinum yfir og borðið með hvítlauksbrauði.

.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍAPARMESAN

— SÍTRÓNU LINGUINE —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Holl og góð samloka

Samloka

Holl og góð samloka. Í dag var haldið í langa fjallgöngu í góða veðrinu á sumarsólstöðum. Það er alltaf mikilvægt að borða hollt, líka á fjöllum. Það er nú svo sem engin sérstök uppskrift. Reynum samt:

SaveSave

SaveSave

Bazaar Oddsson veitingahús

Bazaar dscf3877 Bazaar dscf3922

Bazaar Oddsson veitingahús. Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæðinni í JL húsinu, en á efri hæðum er Oddsson hótel/hostel sem opnaði í sumar. Bazaar er stór og rúmgóður veitingastaður og kaffihús. Staðurinn skiptist í fjögur svæði, kaffihús, bistro, bar og fínni restaurant.

Fyrri færsla
Næsta færsla