Sítrónu linguine

 Linguine Sítrónu linguine sítróna pasta pastaréttur fljótlegur ÍTALÍA ÍTALSKUR MATUR
Sítrónu linguine

Sítrónu linguine

Það má auðvitað nota spaghetti eða annað pasta í þennan rétt. Hann er fljótlegur og góður. Ég setti safa úr heilli sítrónu og það varð aðeins of mikið af því góða.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍAPARMESAN

🍋

Sítrónu linguine

1 pk linguine

1 dl ólífuolía

1 dl saxaður blaðlaukur

3 hvítlauksrif, söxuð smátt

börkur af einni sítrónu

3-4 msk ferskur sítrónusafi

1/4 b rifinn Parmesan ostur

chili, salt og pipar

Sjóðið linguine samkvæmt leiðbeiningum. Setjið olíuna á pönnu og steikið blaðlauk við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið við hvítlauk, sítrónuberki og sítrónusafa ásamt kryddi. Hellið pastanu á sigti, skolið eldsnökkt og setjið síðan á pönnuna og blandið saman.

Stráið parmesan ostinum yfir og borðið með hvítlauksbrauði.

.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍAPARMESAN

— SÍTRÓNU LINGUINE —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.

Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur IMG_2133Hafrakökur DSC01428

Pekanhafrakökur - glútenlausar. Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Sjálfur vil ég ekki hafa henturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

Fyrri færsla
Næsta færsla