Hefur matur áhrif á exem?
Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar.
Í áhugaverðu fræðslumyndbandi um exem er rætt um exem við barnalækni og við nokkur ungmenni. Læknirinn er einnig sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og ónæmisgöllum. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.
Ein af reynslusögunum fjallar um exem og hvernig einkennin hurfu með breyttu mataræði.
Held að flestir séu sammála um að heilsa okkar sé nokkurn veginn beintengd því sem við borðum þó annað hafi einnig áhrif. Það er ágætt að hafa hugfast að ýmsir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir. Borðum hollan mat.
Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR
.
.