Gátlisti fyrir konunglegt brúðkaup Vilhjálms og Katrínar

Gátlisti brúðkaup gifting royal vilhjálmur katrín konunglegt enska konungskonungsfjölskyldan royal etiquette borðsiðir kurteisi prince princess
Vilhjálmur og Katrín nýgift

Gátlisti fyrir konunglegt brúðkaup Vilhjálms og Katrínar

Fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar í Englandi árið 2012 var veislugestum sendur bæklingur með leiðbeiningum hvað á að gera og hvernig og líka hvað á ekki að gera í brúðkaupinu og í veislunni á eftir. Margt af því sem þar stendur á almennt við, ekki bara í konunglegum brúðkaupum.

👑

— ENGLAND — ROYAL — DROTTNINGAR — PRINSESSUR —

👑

Hér eru nokkrir punktar út bæklingnum:

Staðfesta boðið með góðum fyrirvara – R.S.V.P.

Mæta a.m.k. 20 mín fyrir giftinguna í kirkjuna

Konur klæðast hvorki svörtu né hvítu og karlmenn: Uniform, Morning Coat, or Lounge Suit

Hjón eru minnt á að þau eru heild og beðin að hafa það í huga þegar þau ákveða klæðnað sinn.

Ekki má ávarpa konungsmeðlimi að fyrra bragði og alls ekki spyrja um eitthvað persónulegt.

Drottningin réttir út höndina ef hún vill heilsa.

Þegar drottningin hefur lokið við að snæða, skulu allir við borðið hætta að borða.

Bannað að taka selfie með konungsmeðlimum.

Má alls ekki setja inn færslur á facebook, twitter eða aðrar síður

Alls ekki nota líkamstjáningu eins og setja upp þumalputtann.

Gestir mega hvorki horfa á þjónustufólk né ávarpa það. Þjónustufólki er ekki leyft að horfa á konungsfjölskylduna.

Halda fallega á hnífapörum og glösum og passa að glösin fari aftur á sama stað.

Bannað að faðma eða snert drottninguna.

elisabeth Buckingham Royal Michelle Obama queen
Ein frægasta myndin sem sýnir hvernig ekki á að gera í Buckingham höll. Michelle Obama varð það á að leggja vinalega höndina bak drottningarinnar í myndatöku. Kannski hefur Betu þótt þetta hið besta mál.
enska konungskonungsfjölskyldan
Enska konungsfjölskyldan

.

ROYALENGLANDLONDON

— GÁTLISTI FYRIR KONUNGLEGT BRÚÐKAUP —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum – úr bók frá 1942

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum. Margur lætur sér nægja fat eða fötu, sem er opin, en sjálfsagt er að hafa fötuna með loki. Oft kemur vond lykt úr fötunni. Má þá láta nokkrar bréfaræmur í hana og kveikja í þeim og loka henni. Síðan er fatan þvegin og þurrkuð

-Heimilisalmanak eftir Helgu Sigurðardóttur 1942

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017. Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017