Gátlisti fyrir konunglegt brúðkaup Vilhjálms og Katrínar

Gátlisti brúðkaup gifting royal vilhjálmur katrín konunglegt enska konungskonungsfjölskyldan royal etiquette borðsiðir kurteisi prince princess
Vilhjálmur og Katrín nýgift

Gátlisti fyrir konunglegt brúðkaup Vilhjálms og Katrínar

Fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar í Englandi árið 2012 var veislugestum sendur bæklingur með leiðbeiningum hvað á að gera og hvernig og líka hvað á ekki að gera í brúðkaupinu og í veislunni á eftir. Margt af því sem þar stendur á almennt við, ekki bara í konunglegum brúðkaupum.

👑

— ENGLAND — ROYAL — DROTTNINGAR — PRINSESSUR —

👑

Hér eru nokkrir punktar út bæklingnum:

Staðfesta boðið með góðum fyrirvara – R.S.V.P.

Mæta a.m.k. 20 mín fyrir giftinguna í kirkjuna

Konur klæðast hvorki svörtu né hvítu og karlmenn: Uniform, Morning Coat, or Lounge Suit

Hjón eru minnt á að þau eru heild og beðin að hafa það í huga þegar þau ákveða klæðnað sinn.

Ekki má ávarpa konungsmeðlimi að fyrra bragði og alls ekki spyrja um eitthvað persónulegt.

Drottningin réttir út höndina ef hún vill heilsa.

Þegar drottningin hefur lokið við að snæða, skulu allir við borðið hætta að borða.

Bannað að taka selfie með konungsmeðlimum.

Má alls ekki setja inn færslur á facebook, twitter eða aðrar síður

Alls ekki nota líkamstjáningu eins og setja upp þumalputtann.

Gestir mega hvorki horfa á þjónustufólk né ávarpa það. Þjónustufólki er ekki leyft að horfa á konungsfjölskylduna.

Halda fallega á hnífapörum og glösum og passa að glösin fari aftur á sama stað.

Bannað að faðma eða snert drottninguna.

elisabeth Buckingham Royal Michelle Obama queen
Ein frægasta myndin sem sýnir hvernig ekki á að gera í Buckingham höll. Michelle Obama varð það á að leggja vinalega höndina bak drottningarinnar í myndatöku. Kannski hefur Betu þótt þetta hið besta mál.
enska konungskonungsfjölskyldan
Enska konungsfjölskyldan

.

ROYALENGLANDLONDON

— GÁTLISTI FYRIR KONUNGLEGT BRÚÐKAUP —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinseljupestó

Steinseljupestó. Alltaf er nú gaman að prófa nýjar útgáfur af pestói. Í pestói dagsins er uppistaðan basil og steinselja, kasjúnhetur og sólblómafræ. Steinseljan er meinholl, hún er uppfull af næringarefnum og þekkt fyrir mikið magn C vítamíns. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur. Allt er það vænt sem vel er grænt.

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Óvænt steypiboð - Baby shower og extra góð steypiboðsterta. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar foreldrarnir tilvonandi komu inn.

Ferskt, svalandi og litfagurt vatnsmelónusalat

Ferskt og svalandi vatnsmelónusalat. Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave