Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti hnetur
Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur…)

En hvað um það, hluti af uppskriftinni fór í muffinsform og restinni var hellt á bökunarpappír, kælt og svo brotið niður í bita.

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

70 g palmín

70 g smjör

2 msk kókosolía

150 g gott súkkulaði

3 bollar hnetur og fræ t.d. valhnetur, pecan, salthnetur, kasjú, graskersfræ og möndlur

2 msk kókosmjöl

3 msk rúsínur

2 msk hunang

1 msk agave

1 tsk kanill

½ tsk allrahanda

½ tsk engiferduft

½  tsk kardimommuduft

½ tsk múskat

Bræðið smjör, palmín, kókosolíu og súkkulaði á pönnu, við vægan hita. Bætið út í hráefnunum og blandið vel saman. Setjið í lítil muffinsform og kælið

ath. ef ekki eru notaðar salthnetur er sett 1/3 tsk salt í uppskriftina

Súkkulaði- og hnetugóðgæti Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín

Brussel vöfflur – brjálæðislega góðar

Brussel vöfflur. Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar. Annars vegar er um að ræða Brussel vöfflur og Liege vöfflur. Liege vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er einnig gjörólíkt. Í Brusselvöflurnar er notað bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa vöfflur.

SaveSaveSaveSave

SaveSave

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.