Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka terta kaka sítróna hvítt súkkulaði pistasíur möndlur hveitilaus ítalía
Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ævintýralega góð kaka, algjörlega hveitilaus. Hugsið ykkur ekki um – bakið þessa.

ÍTALÍASÍTRÓNUKAKAMÖNDLUTERTA

.

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

3 1/3 b möndlumjöl

200 g hvítt súkkulaði

2 msk rjómi

180 g smjör, mjúkt

1 dl sykur

börkur af fjórum sítrónum

safi úr 1/2 sítrónu

4 egg

Ofan á:

2 msk sykur

1 msk síróp

1 tsk sítrónusafi

1 dl pistasíuhnetur

flórsykur

Kakan:

Setjið súkkulaðið og rjómann í pott og bræðið við lágan hita.

Þeytið saman smjör og helminginn af sykrinum.

Hrærið saman sítrónuberki, eggjarauðu og sítrónusafa. Bætið við möndlumjöli og síðan brædda súkkulaðinu.

Stífþeytið eggjahvíturnar með restinni af sykrinum. Blandið hvítunum saman við deigið og hellið í tertuform. Bakið við 175°C í 35-40 mín.

Látið kólna að mestu í forminu.

Ofan á:

Setjið sykur í pott og brúnið hann, bætið við sírópi og sítrónusafa og hrærið vel saman. Látið pistasíuhneturnar saman við og veltið þeim í sykrinum í stutta stund.

Setjið yfir tertuna og stráið flórsykri yfir áður en hún er borin fram.

.

ÍTALÍASÍTRÓNUKAKAMÖNDLUTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý. Léttur og frískandi grænmetisréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur. Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá heila í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, síðan er vatninu hellt af og þá er auðvelt að flysja. Það er til vegan-fiskisósa, ef hún er notuð er rétturinn algjörlega vegan. Gott að hafa í huga að fiskisósa og sojasósa eru mjög saltar.

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði er kona sem margir hafa matarást á og vel þess virði að koma við hjá henni. Á Brekkunni má fá fisk dagsins sem oftar en ekki er veiddur samdægurs. Einnig eru þær dömur með litla búð með nauðsynjavörum. Eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari.