Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka terta kaka sítróna hvítt súkkulaði pistasíur möndlur hveitilaus ítalía
Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ævintýralega góð kaka, algjörlega hveitilaus. Hugsið ykkur ekki um – bakið þessa.

ÍTALÍASÍTRÓNUKAKAMÖNDLUTERTA

.

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

3 1/3 b möndlumjöl

200 g hvítt súkkulaði

2 msk rjómi

180 g smjör, mjúkt

1 dl sykur

börkur af fjórum sítrónum

safi úr 1/2 sítrónu

4 egg

Ofan á:

2 msk sykur

1 msk síróp

1 tsk sítrónusafi

1 dl pistasíuhnetur

flórsykur

Kakan:

Setjið súkkulaðið og rjómann í pott og bræðið við lágan hita.

Þeytið saman smjör og helminginn af sykrinum.

Hrærið saman sítrónuberki, eggjarauðu og sítrónusafa. Bætið við möndlumjöli og síðan brædda súkkulaðinu.

Stífþeytið eggjahvíturnar með restinni af sykrinum. Blandið hvítunum saman við deigið og hellið í tertuform. Bakið við 175°C í 35-40 mín.

Látið kólna að mestu í forminu.

Ofan á:

Setjið sykur í pott og brúnið hann, bætið við sírópi og sítrónusafa og hrærið vel saman. Látið pistasíuhneturnar saman við og veltið þeim í sykrinum í stutta stund.

Setjið yfir tertuna og stráið flórsykri yfir áður en hún er borin fram.

.

ÍTALÍASÍTRÓNUKAKAMÖNDLUTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eggjalausar lummur

Eggjalausar lummur. Dásamlegt að fá nýsteiktar lummur á sunnudagsmorgni, já eða bara með síðdegiskaffinu. Þessar eru eggjalausar, í staðinn fyrir egg eru hörfræ.

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."