Auglýsing
Ítölsk möndlu- og sítrónukaka terta kaka sítróna hvítt súkkulaði pistasíur möndlur hveitilaus ítalía
Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

Ævintýralega góð kaka, algjörlega hveitilaus. Hugsið ykkur ekki um – bakið þessa.

ÍTALÍASÍTRÓNUKAKAMÖNDLUTERTA

.

Ítölsk möndlu- og sítrónukaka

3 1/3 b möndlumjöl

200 g hvítt súkkulaði

2 msk rjómi

180 g smjör, mjúkt

1 dl sykur

börkur af fjórum sítrónum

safi úr 1/2 sítrónu

4 egg

Ofan á:

2 msk sykur

1 msk síróp

1 tsk sítrónusafi

1 dl pistasíuhnetur

flórsykur

Kakan:

Setjið súkkulaðið og rjómann í pott og bræðið við lágan hita.

Þeytið saman smjör og helminginn af sykrinum.

Hrærið saman sítrónuberki, eggjarauðu og sítrónusafa. Bætið við möndlumjöli og síðan brædda súkkulaðinu.

Stífþeytið eggjahvíturnar með restinni af sykrinum. Blandið hvítunum saman við deigið og hellið í tertuform. Bakið við 175°C í 35-40 mín.

Látið kólna að mestu í forminu.

Ofan á:

Setjið sykur í pott og brúnið hann, bætið við sírópi og sítrónusafa og hrærið vel saman. Látið pistasíuhneturnar saman við og veltið þeim í sykrinum í stutta stund.

Setjið yfir tertuna og stráið flórsykri yfir áður en hún er borin fram.

.

ÍTALÍASÍTRÓNUKAKAMÖNDLUTERTA

.

Auglýsing